5.6.2008 | 11:46
Austur og vestur
Það eru heldur slæmar fréttir af Vestfirðingum þessa dagana og hættulegum áhuga þeirra á olíuhreinsunarstöð. Ég vona bara þeirra sjálfra vegna að ekkert verði úr þeim framkvæmdum. Ekki það að mér sé illa við Vestfirðinga, heldur finnst mér svo margt líkt með "vælinu" í þeim og með vælinu í Austfirðingum hér á árum áður. Stóriðja átti að bjarga Austfjörðum. Nú er álverið risið, hálendið komið undir vatn og allt er svo ægilega gaman... eða hvað? Í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi var fjallað um eina mannlega hlið framkvæmdanna, hjónaskilnuðum á Austurlandi hefur nefnilega fjölgað óheyrilega mikið. Þessi athyglisverða frétt staðfesti í rauninni það sem ég hef lengi haldið fram, að fólkið hefur gleymst. Gullgrafaraæðið og aurahyggjan hefur verið þvílík að það hefur gleymst að hugsa fyrir fólkinu sjálfu og hvernig því líður að búa á Austurlandi. Ég stend á því fastar en fótunum að stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi hafi verið of stór biti fyrir fámenn byggðalög. Þess vegna vona ég að Vestfirðingar finni sér eitthvað annað að gera en hugsa um olíuhreinsunarstöð. Hvað með einstaklingsframtakið? Væri ekki gæfulegra að efla vestfirsk smáfyrirtæki? Leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra? Ég þykist vita að Vestfirðingar séu duglegt fólk sem er fullt af hugmyndum. Mér finnst því illt ef þeir ætla að falla í sömu gryfju skammsýnnar aurahyggju og Austfirðingar.
Ég vil annars taka það fram að það er fínt að búa á Egilsstöðum, en það er ekki stóriðjuframkvæmdum að þakka, heldur staðháttum og veðurfari.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.