Tískuþrællinn

Fyrir skemmstu fjárfesti ég í forláta hlaupabuxum. Ósköp venjulegar að öllu leyti en samt á viðráðanlegu verði. Síðan þessi fjárútlát áttu sér stað hafa umræddar buxur veitt mér mikla vellíðan á skokktúrum mínum um skógarstígana, ekki aðeins vegna þess hve þægilegar þær eru heldur einnig (og ekki síður) vegna þeirrar notalegu tilfinningar að vera "eins og hinir". Það er nefnilega ósjaldan að maður mætir hlaupandi fólki í skóginum og undantekningarlítið er það í svipuðum buxum.

Það er semsagt kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir. Ég er þræll tískunnar, harðfullorðin kerlingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úúú, hvað ertu tilbúin að ganga langt til að "vera eins og hinir" ? hvar er þín lína Hulda ?

Katrín Birna (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:10

2 identicon

hahaha... fór kaldhæðnin framhjá þér systir mín sæl? Ég er bara ég og ég verð aldrei eins og nokkur annar... ekki frekar en þú. Hinsvegar þá hafði mig lengi langað í þægilegar hlaupabuxur eins og margir skokkarar klæðast.

En þar sem skokk er að verða óhemju vinsælt sport þá ætti ég kannski að hætta þannig sprikli til að vera ekki eins og hinir. ....eða hvað Katrín???

hulda (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband