vernd barna eða barnaverndarnefnda?

Síðast hafði ég uppi stór orð um að yfirgefa þetta "blogg Davíðs", en við nánari umhugsun snerist mér hugur. Hví skyldi ég láta karlugluna hafa áhrif á það hvar ég eys úr skálum reiði minnar eða gleði? Þannig að hér er ég enn og fer ekki rassgat frekar en Gunnar forðum.

Nú er mér hinsvegar algjörlega ofboðið með endalausum fréttum af fáránleika barnaverndarmála. Fyrir skemmstu fengum við fréttir af níu ára gömlum dreng sem var með harðneskju tekinn af heimili ömmu sinnar og afa. Í gær var fjallað um sjö ára gamla stúlku sem neitaði að hitta föður sinn. Fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda var aumingja barnið dregið með lögregluvaldi út af heimili sínu í bíl föðurins. Í fréttinni kom einnig fram að faðirinn hefði beitt móðurina og dæturnar ofbeldi. Hagsmunir hvers voru hafðir að leiðarljósi í þessari aðför að saklausu barninu? Var þetta best fyrir barnið? fyrir móðurina? fyrir föðurinn? eða fyrir barnarverndaryfirvöld?

Sjálf hef ég verið í sporum stúlkunnar. Að vísu var ég töluvert eldri en aldur barnsins skiptir ekki öllu máli. Sjö ára gamalt barn veit alveg hvað það vill og hvað ekki, svo mikið veit ég. Þrettán ára gömul neitaði ég algjörlega að heimsækja minn föður sem þó hafði aldrei beitt okkur systkinin ofbeldi eða sýnt okkur harðræði. Ég fékk mínu framgengt og heimsótti hann ekki um tíma, en ég hef oft hugsað til þess með hryllingi ef ég hefði verið send til hans með valdi. Þess vegna á þessi vesalings litla stúlka alla mína samúð og ég vona innilega að hún nái sér eftir þennan hrylling.

Þetta leiðir hinsvegar hugann að því hvers vegna ekki er hægt að hafa betri umsjón með barnaverndarmálum, því auðvitað þarf að vera heiðarlegt fólk sem ber hag barnsins fyrir brjósti í barnaverndarnefndum. Barnavernd er ekki vettvangur fyrir framapot og eiginhagsmuni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband