15.8.2008 | 12:34
Skrípaleikurinn í borgarstjórn
Enn einn meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég þakka mínum sæla fyrir að búa ekki í borginni, en fyrir þá sem fylgjast með úr fjarska er þetta eins og léleg gamanþáttaröð. Það er hreint ótrúlegt hvað fólk getur teygt sig langt með græðgi og valdahroka að leiðarljósi. "Við viljum aðeins það sem borgarbúum fyrir bestu" segja sjálfstæðismenn einum rómi. Ef vilji borgarbúa væri tekinn með í reikninginn myndi Dagur B þá ekki setjast í borgarstjórastólinn með félaga sína í Tjarnarkvartettinum í kringum sig? Mig minnir a.m.k. að kannanir hafi ítrekað sýnt hrun sjálfstæðisflokksins þannig að samfylkingin fengi hreinan meirihluta. Þetta er fyrir löngu orðinn skrípaleikur sem meira að segja er of vitlaus til að vera fyndinn. Held svei mér þá að Bachelor þættirnir hafi verið gáfulegri en þessi farsi!
Hvað um það, ég er bara fegin að vera á öðru landshorni. Við höfum þó haft sama bæjarstjórann allt kjörtímabilið og lengur til :)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.