15.9.2008 | 12:46
bænin virkar
Nietse kallinn hafði rangt fyrir sér... Guð er ekkert dauður! Hvort sem það er bænum mínum eða einhverju öðru að þakka þá er ég að byrja að vinna á Héraðsskjalasafninu eftir 45 mínútur. Síðan það var afráðið að ég tæki sæti Dísu næsta mánuðinn þá hef ég verið full tilhlökkunar þó að einhver smá kvíði sé farinn að gera vart við sig núna. Er það ekki ósköp eðlilegt þegar maður er í þann veginn að takast á við eitthvað nýtt? Fyrstu vikuna verðum við Guðgeir bara tvö á safninu þannig að hann fær þann heiður að kenna mér og svara mestu aulaspurningum mínum. Hvað um það, þetta verður bara gaman og fjárhagurinn ætti að vænkast.
Sá lærdómur sem ég hef dregið af þessu ferli er að bænin virkar :)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehehe,
AMEN
Við eigum góðan Guð sem passar okkur og hlustar vandlega líka...
Katrín Birna (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.