Af lærdómi og læraþukli

Þá er fyrstu viku minni á skjalasafninu lokið án stórra áfalla. Ég hef þegar lært heilan helling og þykist m.a. hafa fengið skýringu á þeirri ómældu visku sem skjalaverðir eru þekktir fyrir. Allt þetta magn upplýsinga, gagnlegra og ógagnlegra, sem þeir hafa í höndunum á hverjum degi hlýtur að einhverju leyti að síast inn í heilabú sem áður voru kannski lítið eða ekki notuð. Hvort sem það hefur verið svona mikið af ónýttu plássi í mínu heilabúi eða hvort ég er bara svona móttækileg fyrir upplýsingum þá þykist ég nú þegar vera orðin mun vitrari en áður.

Stútfull af nýrri visku skokkaði ég einn hring í skóginum á sunnudaginn. Þegar komið var að því að teygja á lúnum vöðvum í fótunum fann ég skyndilega hvernig small í... greinilegt að eitthvað hafði gefið sig. Eftir verkjatöflu og svefnlitla nótt fór ég með skankann til læknis. Hann þuklaði og þreifaði þannig að mér leið eins og pattaralegum ásetningshrút. Það er reyndar með því neyðarlegra sem ég hef lent í um dagana að standa á brókinni fyrir framan þennan fjallmyndarlega lækni á meðan hann þuklaði á lærinu á mér... það er eiginlega varla orðið fyndið ennþá Blush En niðurstaðan úr þessum læraþreifingum varð sú að vöðvi aftan í lærinu hefði tognað illilega, hugsanlega rifnað aðeins. Ég skyldi sleppa öllum hlaupum næstu vikurnar og bara taka því rólega.... tek ég hlutunum einhvern tíma öðruvísi en rólega??? hefur stundum skilist að það sé varla bætandi á rólegheit mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband