6.10.2008 | 10:53
Ljóðin allt um kring
Enn ein helgin að baki og ég held svei mér þá að veturinn sé líka að baki... a.m.k. um stundarsakir. Núna er ósköp milt veður sem minnir helst á apríldag.
Hvað um það, helgin var fín þó að ekki næði ég að klára ljóðagreininguna eins og stefnt var að. Það skipti svosem ekki öllu máli því skilafresturinn var framlengdur til föstudags. Annars er ég langt komin með ritgerðina...held jafnvel að það geti verið einhver smá glóra í henni hjá mér :) Klára hana eitthvert næsta kvöldið.
Aðeins að vinnunni, en þar snýst margt um Stein Steinarr þessa dagana. Ég er að undirbúa Steinsdaga á bókasafninu og í hinni vinnunni erum við að skipuleggja smá uppákomu til minningar um sama Stein. Þeim mun meira sem ég fræðist um hann þeim mun meiri aðdáandi verð ég. Ekki nóg með að maðurinn sjálfur hafi verið mjög sérstakur og kannski misskilinn af sinni samtíð, heldur eru mörg ljóð hans hrein snilld...nefni bara "Í draumi sérhvers manns" sem dæmi. Það er bæði snilldarlega ort og hárbeittur sannleikur sem liggur þar að baki.
Smá pæling að lokum... eiga þeir Steinn Steinarr og Sigurður Pálsson eitthvað sameiginlegt í sinni ljóðagerð?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hver var/er Sigurður Pálsson ? eitthvað skyldur Guðmundi Jónassyni ? já, nú veit ég hvað þeir eiga sameiginlegt, þunglyndisleg þjóðfélagsádeila um vanmátt mannsins gagnvart hver öðrum.
Katrín Birna (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.