13.10.2008 | 11:56
Í draumi sérhvers manns...
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið þetta ljóð Steins Steinarrs hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki síst þessi spaklega ljóðlína. Hver hefur ekki lent í því að falla vegna drauma sinna? Hver hefur ekki séð drauma sína gufa upp og hverfa út í eilífðina? En þó að draumarnir verði manni oft að falli þá held ég að lífið væri óttalega tómlegt án þeirra. Held að þeir séu hreint og beint nauðsynlegir til að við getum sett okkur hin ýmsu markmið í lífinu.
En niður á jörðina í gærkvöldi ætlaði ég að fara á smá uppákomu á Héraðsskjalasafninu í tilefni aldarafmælis fyrrnefnds Steins Steinarrs. Heimasætan, sem var nýkomin heim frá pabba sínum, var þó ekki alveg sátt við að mamman væri á einhverju útstáelsi. Þegar ég tilkynnti henni að ég ætlaði að skreppa út og pabbi hennar myndi koma og lesa fyrir hana tók litla stýrið um hálsinn á mér og sagði með grátstafinn í kverkunum: mamma, viltu bara vera hjá mér í kvöld? Það er skemmst frá því að segja að sú gamla bráðnaði gjörsamlega og hugsaði í anda Gunnars á Hlíðarenda Yndisleg er dóttirin svo ég fer ekki fet.
Ég tók ritgerðarefnið mitt úr salti í gærmorgun. Hvort sem það var útvarpsmessunni sem hljómaði á bak við eða einhverju öðru að þakka þá skyndilega kviknaði smá ljós. Ég skildi smávegis og ætla að reyna að blása í þær litlu viskuglæður um leið og færi gefst
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.