af ergi er nú önd mín sár...

Nú er ég reið og ég er örugglega ekki sú eina sem finn fyrir þessari vondu tilfinningu. Ekki svo að skilja að kreppan sé farin að bitna illa á mér eða mínum nánustu, heldur á ég mjög erfitt með að kyngja svona helv. óréttlæti!

Þessir háttvirtu bankastjórar sem lifðu í vellystingum með fleiri tugi milljóna í laun á mánuði hafa gert í buxurnar og ætlast til þess að við, sauðsvartur almúginn, þrífum skítinn eftir þá! Þessi apparöt sem afsökuðu ofurlaun sín með áríðandi verkefnum og mikilli ábyrgð ættu að sjá sóma sinn í því að axla þessa svakalegu ábyrgð þegar á þarf að halda. Neinei… þá eru þeir skyndilega fríir og frjálsir…nema þeir eru með skítugar brækurnar á hælunum.

Réttlætiskennd minni er svo stórlega misboðið að mér er skapi næst að flytja til Noregs. Við, sauðsvartur almúginn, fundum minnst fyrir útrásinni og berum nákvæmlega enga ábyrgð á henni, hvers vegna í ósköpunum eigum við að sitja í súpunni þegar allt er farið í vaskinn???  Mín vegna mega þessir háu herrar vera áfram með allt niður um sig…. ég ætla EKKI að þrífa óhroðann eftir þá!

Nú er nóg komið af pirringi í bili. Það er ekki hægt að vera reiður í svona fallegu veðri. Það er hreint yndislegt að sjá Fellin speglast í Lagarfljótinu og sjá sólina glampa á snævi þakinni Fellaheiðinni. Slík fegurð gefur manni endalausa orku og trú á lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

af áhyggjum ég felli tár...

rosalega erum við skáldlegar, úff, manni verður nú bara óglatt.

já, nákvæmlega, horfa á það sem gefur manni trú, og gleði, og frið, og hamingju.

Katrín Birna (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband