1.11.2008 | 14:30
Pólitískur pirringur, kosningar strax!
Það verður ekki annað sagt en útkoma úr nýrri skoðanakönnun Gallup hafi verið gleðileg fyrir okkur sem höllum til vinstri. Loksins er Sjálfstæðisflokkurinn að fá þann rassskell sem hann á skilið. Þess vegna hvet ég alla sem mögulega geta til að taka þátt í mótmælagöngu gegn stjórnvöldum kl. 3 í dag. Spurning hvort ég fer ekki einsömul í mótmælagöngu um Egilsstaði. En við viljum kosningar eigi síðar en núna strax! Þessir háu herrar hafa fengið sitt tækifæri sem þeir hafa klúðrað all svakalega. Það er kominn tími til að hleypa öðrum að!
Í fúlustu alvöru þá held ég að það sem hrjáir Davíð Oddsson sé einhverskonar Hitlersheilkenni. Maðurinn hefur haft allt of mikil völd í of langan tíma. Það er bara ekki hollt fyrir nokkurn mann að hafa svona mikil völd. Nú ætti hann að hafa vit á því að stíga til hliðar og hætta þessu andsk. baktjaldamakki. Aðrir sjálfstæðismenn eru þvílíkar strengjabrúður í kringum hann að það er hreint og beint grátlegt að sjá það. Ég meina það, hafa sjálfstæðismenn enga sjálfstæða hugsun???
Þetta var pirringspistillinn. Mikið hefur verið talað um Ólaf Stefánsson og viðtal Evu Maríu við hann síðustu daga. Ég er ein af þeim sem heillaðist gjörsamlega af manninum og ótrúlegri speki hans. Það væri gaman að sjá slíka viskubrunna í stjórnmálum. Hann taldi m.a. rétt að ýmsir stjórnmálamenn og aðrir sem bera ábyrgð á efnahagsástandinu ættu að stíga fram og biðja þjóðina afsökunar eins og hann hefði sjálfur gert eftir að hafa spilað illa á stórmóti. Mér vitanlega hefur enginn ráðamaður tekið þessi orð til sín. Það þýðir að handboltamaðurinn og heimspekingurinn Ólafur er mun ábyrgðarfyllri maður en þær aumu aurasálir sem stýra þjóðarskútunni.
Ég var annars mjög stolt af sveitungum mínum í Útsvari í gærkvöldi. Það má segja að þau hafi rúllað Eyjapeyjunum upp með stæl. Nú bíð ég bara eftir að Fljótsdalshérað mæti Hornfirðingum held samt að í þeirri stöðu myndi ég halda með Hornfirðingum.
Einn gengisfallinn brandari í lokin: Hvað gerist ef þú setur apa inn í herbergi þar sem fyrir eru Davíð Oddsson og George Bush? .greindarvísitalan hækkar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.