Góðverkin

Jæja, nú er nóg komið af kreppuvæli í bili. Vona bara að þeir sem ábyrgð eiga að bera kunni að skammast sín… þó að þeir hafi ekki enn sýnt þjóðinni þá lágmarksvirðingu að biðja hana afsökunar.

Það bar hæst um helgina að ég fór á leiksýningu í Valaskjálf þar sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýndi gamanleikinn Góðverkin kalla. Mjög skemmtileg sýning í alla staði og efnið passar vel inn í þetta kreppuumhverfi sem nú ríkir. Persónurnar voru úr ýmsum áttum, leikmyndin einföld og handritið fullt af því sem mætti kalla aulahúmor. Leikararnir voru líka missterkir á sviðinu, en einn þeirra bar þó höfuð og herðar yfir aðra. Það var Ásgrímur Ingi, fréttamaður, sem fór hreinlega á kostum í hlutverki hins geðveika bankamanns Jökuls Heiðars. Þetta var svona verk sem kannski skilur ekki mikið eftir sig en engu að síður þrælgóð skemmtun því hláturinn lengir lífið.

Svo er bara að sjá hvort háttvirtum kennara mínum þykir þetta nógu virðulegt verk til að skrifa um það smá skýrslu. Það var nú einmitt tilgangurinn með þessari leikhúsferð :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband