Ritgerðir á ritgerðir ofan

Nú má ég til með að hrósa ágætum kennara mínum fyrir liðlegheit. Ég þarf ekki að fara til Reykjavíkur :) Í staðinn má ég skila skýrslu um leikritið Góðverkin kalla sem sagt var frá í síðustu færslu. Þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ég klári bókmenntafræðina án vandræða. Nú er bara að hespa af einni ritgerð um Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson og þetta margumrædda leikrit og fara svo að lesa fyrir próf. BA ritgerðin fær líklega að liggja lengur í saltinu.

Til viðbótar þessu ritgerðafargani þá gengur vinna mín að miklu leyti út á það þessa dagana að aðstoða menntskælinga við heimildaleitir því að þeir eru líka í ritgerðasmíðum. Það er virkilega gaman, enda skemmtilegir krakkar upp til hópa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband