11.11.2008 | 11:02
frá endi til upphafs
Aumingja Bjarni. Það er álit mitt og margra annarra að þarna hafi rangur maður sagt af sér þingmennsku. Vissulega gerði hann mistök, en þau mistök eru smámunir hjá þeim viðbjóði sem frú Valgerður hefur framkvæmt...eða horft framhjá á sínum þingmannsferli. Munurinn á þeim er sá að Bjarni hafði manndóm til að biðjast afsökunar og segja af sér en það hefur Valgerður ekki því hún er of siðblind til að sjá mistök sín. Þannig er því miður meirihluti þingmanna og ráðamanna þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir þjóðina að koma þessu samansafni siðblindra aurapúka úr valdastólunum og hleypa að fólki sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti.
Undanfarið hafa komið fram margar hugmyndir sem mér finnst vert að skoða betur. Tveir hagfræðispekúlantar segja t.d. að hægt sé að skipta um gjaldmiðil á einni viku. Af hverju ekki skoða það? Félagsfræðingar vilja líta á ástandið sem tækifæri til að efla sprotafyrirtæki og smáiðnað... frábær hugmynd. Einhvern tíma sagði góður maður þessi spaklegu orð: "Endir eins er alltaf upphaf einhvers annars". Á það ekki vel við núna þegar góðæri (sumra) er á enda og margir eru tilneyddir til að breyta um lífsstíl?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æ æ vesalings aumingja Bjarni ???
halló, bank, bank, er einhver heima ?
við uppskerum eins og við sáum, því miður oft á tíðum. ef þú sáir Lygafræi, þá er sjenslaust að upp spretti Sannleikstré...
Katrín Birna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:25
Bjarni hefur það þó fram yfir marga aðra þingmenn að hann axlaði sína ábyrgð. Hann baðst afsökunar og viðurkenndi mistök sín. Hvað heldurðu að það séu margir þingmenn og aðrir ráðamenn sem hafa sáð heilum skógi af lygafræum sem við vökvum í góðri trú um að þar spretti sannleikstré?
hulda (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:40
jæja, og hvað segirðu nú ?
hitt græna átrúnaðargoðið stungið af. Já, framsóknarmenn eru hetjur... með hlaupaskóna fast reimaða á sig geta þeir hlaupið hratt frá vandamálunum...
Katrín Birna (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.