Nei Davíð, Nei!!!

Nú er ég svo aldeilis gjörsamlega forbit. Held að íslenska þjóðin þurfi margt frekar en afturgöngu Davíðs Oddsonar í pólitíkinni. Þessi persónugervingur valdagrægði og hroka ætlar virkilega aldrei að láta sér segjast. Nú hótar hann endurkomu í pólitíkina verði hann þvingaður úr Seðlabankanum. Þurfum við á því að halda að skapari þessa einkavædda fjármálaskrímslis sem er að éta okkur öll, snúi til baka í pólitíkina? Nei, það held ég varla. Þessi hugmynd hans er að mínu mati ekkert annað en óvirðing við þjóðina, þvergirðingsháttur, hroki og yfirgangur á hæsta stigi.

 Af hverju getur maðurinn ekki fundið sér eitthvað annað að gera? Eitthvað sem skaðar ekki þjóðina. Hann er til dæmis þokkalega ritfær, af hverju fer hann ekki bara upp í sumarbústaðinn sinn og helgar sig skriftum? Hans valdatími er liðinn, af hverju getur hann ekki sætt sig við það? Þeir félagar Davíð og Björn Bjarna væru örugglega fínir heima hjá öðrum þeirra í tindátaleik þar sem þeir gætu leikið með íslenskar krónur (úr plasti), vopnaðar sérsveitarlöggur (úr plasti) og önnur hugðarefni sín (úr plasti). Bara að þeir fari að hleypa öðrum í valdastólana.

Í leikskóla dóttur minnar er starfað eftir kerfi sem byggir á áminningum (Töfrar 1,2,3). Við fyrsta og annað brot fá börnin áminningu en brjóti þau af sér í þriðja sinn þurfa þau að sitja á stól í tiltekinn tíma. Er ekki tími til kominn að Davíð stígi niður úr valdaturni sínum, setjist á koll úti í horni og hugsi um afleiðingar gjörða sinna eins og leikskólabörnin þurfa að gera? Hann hefur fengið áminningar án þess að láta sér segjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahá, þetta líst mér vel á. senda þá upp í sumarbústað, svona one way ticket dæmi...

er mín annars spræk í dag ?

Katrín Birna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:02

2 identicon

einmitt...one way ticket to the blue  

Hulda (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband