Jólabókajólaraus

Í dag ætla ég ekki að minnast orði á neitt sem fer í taugarnar á mér... ekki Davíð, kreppu, þjóðargjaldþrot eða neitt annað sem flestir vilja lengst út í hafsauga.

Fyrir skemmstu fór ég á bókavöku í Safnahúsinu hér á Egilsstöðum. Uppákoman var samstarfsverkefni allra safnanna í húsinu og sýnir vel þann góða starfsanda og samheldni sem ríkir undir þaki þessa hálfbyggða húss. Þarna var lesið upp úr nokkrum nýjum austfirskum bókum og fleiri voru kynntar. Það er gaman að sjá hvað Austfirðingar hafa verið iðnir við skriftirnar á þessu ári og hve fjölbreyttir höfundar og bækur þeirra eru. Það eru sko engin kreppueinkenni í bókaútgáfunni - eða hvað? Jú, undanfarin ár hafa höfundar og útgáfufyrirtæki gjarnan látið prenta ritverk fyrir utan landsteinana. Í ár eru þessu öðruvísi farið, nær allt er prentað innanlands sem út af fyrir sig er hið besta mál. En það er vonin að gróskan í skriftum austfirskra rithöfunda sem og kollega þeirra í öðrum landshlutum haldi áfram, enda væri þá lítið eftir af þjóðinni ef hún hætti að hafa áhuga á bókum.

Þessa dagana er ég annars á kafi í próflestri - ásamt öllu öðru sem er að kaffæra mig. Ég á voða erfitt með að einbeita mér að bókmenntafræðinni, finnst hún óttalegt torf. En það þýðir víst ekki annað en að reyna. Eins og mér er mein illa við próf þá finnst mér þau tilheyra jólaundirbúningnum, rétt eins og smákökubaksturinn, jólagjafakaupin og skatan á þorláksmessu. Aðventan er yndislegur árstími :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband