11.12.2008 | 22:05
Virkjun vitundarflæðis
Jæja, þá er prófinu lokið og ég þar með hálfkomin í jólafrí. Vissulega mikill léttir og miðað við aðstæður og undirbúning þá gekk prófið alveg þokkalega. Skilaði háfleygri úrlausn sem var einskonar allegórísk bakklifun, byggð upp á rómantískri tvíhyggju og virkjuðu vitundarflæði... eða með öðrum orðum algjör steypa. Vitundarflæði mitt var semsagt ekki virkjað, heldur var það stíflað. En prófið er búið og nú getur maður ekki annað en beðið dóms.
Næsta mál á dagskrá er rannsóknaráætlun og áframhaldandi vinna við BA ritgerðina og að sjálfsögðu áframhaldandi jólastúss á heimilinu með dyggri aðstoð Evu Pálínu :) Það eru semsagt ekki nema skemmtilegir tímar framundan... svo lengi sem maður hugsar ekki of mikið um fjármálahliðina.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.