19.12.2008 | 11:00
spillingarsúpa með grillaðri heimsku
Jæja, nú er komið að smá nöldri. Hvernig í ósköpunum dettur ráðamönnum þjóðarinnar í hug að skera niður fjármagn til Háskólans? Og hvað á það að þýða að drepa niður þá vaxtarsprota sem fylgja háskólasetrum um allt land? Með þessu er beinlínis verið að sýna ungu menntafólki fingurinn og segja því að hypja sig úr landi. Það hljómar ekki mjög skynsamleg leið þegar menntunarstig þjóðarinnar er orðin hennar helsta auðlind. Ætlar þessum heimskupörum stjórnvalda aldrei að linna?
Næsta nöldur, hvers vegna í ósköpunum eru ekki fengnir erlendir, algjörlega óháðir aðilar til að rannsaka ofan í kjölinn þá spillingarsúpu sem við erum að sökkva í? Jú, það gæti komið sér illa fyrir einhverja. Hefur enginn nógu hátt settur ráðamaður nógu mikið bein í nefinu til að taka af skarið og segja hingað og ekki lengra? Að nú skuli kallaðir til alveg óháðir aðilar til að skoða spillingarsúpuna.
Látum þetta gott heita af nöldri í bili. Ég er hér með komin í jólafrí og ætla að hella mér í það jólastúss sem eftir er, gjafakaup, kortaskrif, bakstur, tiltekt og þrif. Veðrið er enn jafn hrikalega fallegt og rómantískt, 12 stiga frost og næstum logn. Þetta er yndislegur árstími þó að dagarnir séu stuttir :)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.