Helvítis fokking fokk!

Hvernig er þetta hægt? Það er vissulega mannlegt að gera mistök, en að gera sömu mistökin aftur... hvað er það annað en heimska? Upptökuprófið í bókmenntafræðinni gekk heldur ekki nógu vel. Í sannleika sagt þá var útkoman úr því hálfu verri en úr hinu fyrra. Það er reyndar umhugsunarefni fyrir viðkomandi kennara hvort eðlilegt sé að helmingur nemenda falli á upptökuprófi.

Mér finnst þó meira athugunarefni hvort konur séu konum verstar innan skólastofunnar. Á mínum námsferli innan háskólans hef ég svosem ekki lagt það í vana minn að falla á prófum, en í þeim tilvikum er það undantekningarlítið í námskeiðum sem konur hafa kennt. Samt eru karlmenn í miklum meirihluta þeirra sem hafa kennt þau námskeið sem farið í gegnum. Því spyr ég, eru kennslukonur strangari þegar kemur að einkunnagjöf? Kenna þær erfiðari námskeið? Er þetta bara tilviljun? Hver er ástæðan? 

Nóg af ergelsi í bili. Ef ég hefði verið á suðvesturhorninu hefði ég án efa mætt með potta og pönnur á Austurvöll og fengið útrás fyrir reiði mína þar. En í staðinn beindi ég orku reiðinnar niður í fætur, hljóp eins og vitfirrt manneskja hring eftir hring á íþróttavellinum á meðan ég tautaði í barm mér "helvítis fokking fokk". Það er skemmst frá því að segja að mér leið miklu betur á eftir. Hætt að velta mér upp úr bókmenntafræðiklúðri og farin að hugsa um jákvæðari hluti. T.d. nýja forystu Framsóknarflokksins og nýjan Bandaríkjaforseta. Tek það skýrt fram að ég er ekki framsóknarmaður en held að þetta hvetji aðra flokka til að endurnýja í sínum herbúðum. Efast samt um að sjálfstæðismenn hafi dug og þor til slíkrar endurnýjunar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband