ef ekki núna - þá hvenær? ef ekki ég - þá hver?

Nú er kominn meira en sólarhringur síðan Björgvin sagði af sér og enn situr Davíð sem fastast. Fyrir skemmstu bárust fréttir af konu í Bandaríkjunum sem greri föst við klósettsetuna... hefur nokkur athugað hvort Davíð sé hugsanlega gróinn við stólinn? Það hlýtur þá að vera hægt að losa á honum afturendann til að koma manninum út. Eitthvað verður allavega að fara að gerast!

Ég er ein af mörgum sem hafa séð minnihlutastjórn í hillingum. Jú, það virðist alveg inn í myndinni að Samfylking og Vinstri grænir taki höndum saman með stuðningi Framsóknar. Það er a.m.k. ljóst að hvaða flokkar sem taka við af þessari vanhæfu og heilsulausu ríkisstjórn þurfa að taka stórar, skjótar og óvinsælar ákvarðanir sem gætu þýtt mikið fylgistap þeirra. Þannig er fræðilegur möguleiki að Sjálfstæðisflokkurinn verði búinn að vinna nógu mikið fylgi til baka fyrir kosningar í maí að hann og trúlega Framsókn geti haldið áfram um stjórnartaumana.

Það veltur allt á minni okkar kjósenda. Verða kjósendur búnir að gleyma afglöpum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar? Afglöpum þess flokks sem, ásamt meðreiðarsveinum sínum í ríkisstjórn, öðrum fremur teymt okkur á asnaeyrunum niður í hið svartasta spillingarfen sem sést hefur í siðmenntuðu þjóðfélagi? Sjálfstæðismenn eru ekki þekktir fyrir gott minni þannig að þeim væri vel trúandi til að halda tryggð við spillingaröflin eins og einfaldur hundur sem heldur tryggð við húsbónda sinn hvernig meðferð sem hann hlýtur.

Úff, það er of skelfileg tilhugsun til að hún megi verða að veruleika. Það hefur sýnt sig að græðgin virkar ekki. Þess vegna eigum við að nota tækifærið og byggja upp nýtt, réttlátt samfélag. Íslendingar eru ekki nema um þrjúhundruð þúsund, stéttskipt þjóðfélag getur ekki gengið upp í svo litlu samfélagi. Það er öllum ljóst að breytinga er þörf. Eða eins og vitur maður sagði forðum: "Ef ekki núna þá hvenær? og ef ekki ég þá hver?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband