ánægja og áhyggjur

Þau gerast hratt tíðindin í þjóðmálunum þessa dagana - eða öllu heldur þessar klukkustundirnar. Nú sitja þau Ingibjörg og Steingrímur á fundi forseta og allt stefnir í vinstri stjórn. Það er vissulega ángæjuefni að koma sjálfstæðismönnum út í kuldann. Þó er enn meira ánægjuefni ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra. Eitthvað var nú Geir samt að lýsa yfir áhyggjum sínum af þeirri hugmynd, hann er hræddur um að hún geti orðið "útgjaldasamur ráðherra". Þá á hann trúlega við að hún láti útgjöld emættisins renna til allra í þjóðfélaginu en ekki bara vina sinna eins og tíðkast hefur í stjórnartíð sjálfstæðismanna. Með Jóhönnu við stjórnvölinn og Steingrím sem vélstjóra þá horfi ég björtum augum til framtíðar. Skil samt vel að það fari smá hrollur um sjálfstæðismenn sem ekki geta lengur treyst á feita bitlinga í skjóli vina sinna :)

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er skammtímaminni sjálfstæðismanna og annarra ráðvilltra kjósenda. Það er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að taka skjótar ákvarðanir og trúlega grípa til einhverra óvinsælla aðgerða... sem sjálfstæðismenn hummuðu fram af sér. Þess vegna má búast við því að einhverjir kjósendur verði búnir að gleyma fyrir kosningar, hverjir það voru sem drógu okkur með sér í þessa bragðvondu spillingarsúpu sem er krydduð með græðgi og einkahagsmunapoti. Sú uppskrift er svo sannarlega úr eldhúsi sjálfstæðismanna. Þeir geta eldað hana fyrir sig en við hin skulum njóta heilnæmari fæðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband