tveir púkar og annar skynsamur... eða hvað?

Á öxlum mínum sitja tveir púkar og ég veit ekki hvor er rödd skynseminnar. Þannig er að eftir hið bókmenntafræðilega klúður í upphafi árs tók ég stefnuna algjörlega á sagnfræðina og bætti m.a.s. við mig námskeiði til að létta mér lífið næsta vetur. Á sama tíma er ég í hálfu starfi og trúi því hver sem vill að það er ekkert auðvelt að láta enda ná saman og útilokað að leyfa sér einhvern munað. En með barnabótum, meðlagi og öðrum þeim ölmusum sem þurfalingum nútímans standa til boða hefur það sloppið til þessa.

Nóg um það. Nú er auglýst hálft starf á bókasafni Héraðsbúa. Annar púkinn sem ég minntist á í upphafi segir mér að sækja um, mig vanti pening, þetta sé samskonar vinna og sú sem ég er í í menntastkólanum. Kollegi hans á hinni öxlinni hrópar hinsvegar "Hvað með barnið? Hvað með námið?" Ég er ekki enn búin að gleyma áramótaheitinu um að verða betri mamma og gefa dótturinni þann tíma sem hún þarf. Ég vil ekki þurfa að ráða barnapíu til að sjá um hana á meðan ég er í vinnunni! En ég gleymi heldur ekki öllum þeim reikningum sem hrúgast í heimabankann minn í hverjum mánuði! Ég get náttúrlega sótt um í  þeirri von að ég fái ekki starfið og málið sé þar með leyst. 

Hvor púkinn er sá skynsami? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband