ekkert persónulegt...

"Ţetta er ekkert persónulegt. Mađurinn er bara búinn ađ stórskađa íslenska ţjóđ". Ţessi orđ Bubba Mortens er ađ mínu mati ţađ besta og sannasta sem heyrst hefur á íslenskri tungu í langan tíma. Ţađ skilja ţau örugglega allir (sem á annađ borđ skilja íslensku) nema ţá kannski sá mikli ţjóđarskađvaldur sem ţau eru höfđ um. Sá er án efa kominn á spjöld sögunnar fyrir ţvermóđsku sína, valdagrćđgi, hroka og almennt rugl.

Nóg um Davíđ, ţađ er ekki hollt fyrir sálarlífiđ ađ hugsa of mikiđ um ţann ţvergirđing. Ţađ er einmitt í myrkrinu sem hver ljósglćta sést. Ţess vegna er um ađ gera ađ taka eftir ţeim ljósum sem eru um allt ţó ađ einn ţrjóskur kall hangi í slitnum seđlabankastjórastól sínum eins og hundur á rođi.

Fyrsta ljósglćtan er vissulega sólin sem fer hćkkandi međ hverjum deginum sem líđur og minnir á ađ "blíđan má hörkunni betur".

Nćsta ljósglćta er ríkisstjórnin... tími grćđginnar er liđinn og tími nýrra, mannlegra gilda runninn upp.

Ţriđja ljósglćtan er vinnan mín... já mađur má víst ţakka fyrir ađ hafa launađa vinnu og hreinn bónus ef manni líkar hún vel.

Fjórđa ljósglćtan er námiđ sem býđur upp á ótal möguleika í framtíđinni. Ég er lítil kona međ stóra drauma :)

Fimmta og stćrsta ljósglćtan er auđvitađ hún Eva Pálína og hún er eiginlega meira en ljósglćta, hún er heill sólargeisli í lífi mömmu sinnar :)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband