Kjarkur, dugur og siðferðiskennd... eða hvað?

Hvað er málið með þessa vesalings sjálfstæðismenn? Geta þeir ómögulega sætt sig við að vera í stjórnarandstöðu og reynt að vinna af heilindum með meirihlutanum? Nei, sennilega ekki, niðurskurðarhnífurinn gæti bitnað á þeim og vinum þeirra. Sú bragðvonda spillingarsúpa sem núna er verið að neyða ofan í landsmenn er úr þeirra eldhúsi, elduð eftir uppskrift Davíðs Oddssonar. Hvað skyldi sá kokkur annars vera að plotta núna? Vona bara, þjóðarinnar vegna að hann sé ekki að gera neitt af sér. Sennilega er hann að fagna endalokum Baugs. Það er auðvelt að sjá eftir á hvað bæði póltískur ferill Davíðs og ógnvænleg útþensla Baugsveldisins eru sorgleg dæmi um ótrúlega græðgi og valdafíkn örfárra einstaklinga. 

Núna hellast yfir mann bæklingar og auglýsingar frá "meisturum" eldamennskunnar sem vilja fá að sitja áfram á þingi. Eins og átján ár í ríkisstjórn séu ekki nógu langur tími fyrir þá??! Við eigum að gleyma öllu og kjósa sjálfstæðisflokkinn af því þar er fólk með kjark, dug, áræði, skynsemi og siðferðiskennd! Heyr á endemi!!! Þetta eru þvílík öfugmæli að jafnvel vísan um fiskinn sem hefur fögur hljóð og finnst oft á heiðum kemst ekki í hálfkvisti við þetta bull!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband