Húrra fyrir Jóhönnu!

Í fyrirspurnartíma á alþingi var Jóhanna spurð út í afsökunarbeiðni hins opinbera til þeirra sem fóru illa út úr vistinni í Breiðuvík og á fleiri slíkum heimilum. Þarna í ræðustól alþingis baðst hún afsökunar fyrir hönd ríkisins og sagði jafnframt að samningaviðræður um sanngjarnar bætur væru í gangi. Forveri Jóhönnu, íhaldsbelgurinn Geir Haarde fékk þessa sömu fyrirspurn á sínum tíma. Hann hummaði málið fram af sér og sagði enga þ-rf á afsökunarbeiðni. Þetta er lýsandi dæmi fyrir ólík vinnubrögð þessara tveggja forsætisráðherra. Jóhanna er greinilega dugnaðarforkur sem lætur verkin tala án þess að vera að flækja málin. Þess vegna segi ég það enn og aftur... Húrra fyrir Jóhönnu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband