21.4.2009 | 12:59
ESB... það er spurningin
Stundum botna ég ekki alveg í þessari ESB þráhyggju sumra samfylkingarmanna. Þess vegna finnst mér hræðilegt að Björgvin G, þessi prúði drengur skuli útiloka áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG nema samkomulag náist fyrst um ESB aðildarviðræður. Aðild að ESB verður ekki tekin af örfáum einstaklingum innan Samfylkingarinnar. Það mál þarf að skoða vel frá öllum hliðum og kynna á hlutlausan hátt fyrir landsmönnum sem að sjálfsögðu eiga að hafa síðasta orðið um aðild. Persónulega er ég alls ekki á móti aðildarviðræðum, vil bara fá að vita meira. Hvað missum við? Hvað fáum við? Hvað gerist? En eins og hún amma mín myndi segja... það þarf að drífa sig!
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.