áhrif fjölmiðla

Þá er það komið á hreint, íslenska þjóðin vill stjórn vinstri- og jafnaðarmanna sem vonandi er ávísun á norrænt velferðarþjóðfélag. Nú bíða landsmenn með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr viðræðum forystufólksins um ESB aðildarviðræður. Ég neita að trúa öðru en að samkomulag náist og það mjög fljótlega, þjóðin vill þessa stjórn áfram og þarf á henni að halda.

Sú ljóta samsæriskenning hefur reyndar heyrst undanfarið að fjölmiðlar vinni gegn þessum viðræðum. Fáum dögum fyrir kosningar var ESB aðild allt í einu orðið "stóra málið" og mikið gert úr ágreiningi ríkisstjórnarflokkanna um það. Núna eru fjölmiðlar enn í æsifréttaleik með ESB og gera sem mest úr þessum skoðanamun flokkanna...þeim fáu sjálfstæðismönnum sem eftir eru til mikillar skemmtunar! Hverjir eiga svo fjölmiðla aðrir en einmitt þessir fáu, umræddu sjálfstæðismenn?

Ég vil meina að fólk hafi ekki endilega verið að kjósa um ESB á laugardaginn. Það er augljóst mál að meirihluti þjóðarinnar vill þessa tvo flokka áfram við stjórnvölinn og það er stærsta málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttablaðið og stöð tvö, og  mikill hluti rúv eru áróðurstæki Samfilkingarinnar.

JK (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband