geðheilsan á tímum vorprófa

Ekki veit ég hver það var sem "fattaði upp á prófum" en sá maður á litlar þakkir skyldar! Mín reynsla af prófum er sú að þau gefa sjaldnast rétta mynd af kunnáttu nemandans, fyrir utan þau skelfilegu áhrif sem yfirvofandi próf geta haft á geðheilsu saklauss nemanda. Á mínum langa og hægfara háskólaferli hef ég verið í tveimur námskeiðum sem metin voru af skilum á lestrarskýrslum og stærri ritgerð. Eflaust er það meiri vinna fyrir kennarann, en að mínu mati er þetta mun sanngjarnari aðferð til að meta kunnáttu nemenda heldur en andsk... prófin endalaust!

Undanfarna daga hef ég setið sveitt við próflestur eins og svo margir aðrir nemendur. Trúi því hver sem vill en það er ekki auðvelt að einbeita sér að póstmódernískri frásagnarhyggju (eða hvað þetta heitir allt saman) með tvö til fjögur fjörug börn á aldrinum 3 til 5 hlaupandi í kringum sig, eða seint á kvöldin þegar heilabúið er orðið úrvinda af þreytu og heimilið á hvolfi eftir loftárásir ungviðisins. Þá er ekki mikið sem situr eftir af lesefninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband