7.5.2009 | 09:48
sagnfræðilegir þankar - eftirköst prófsins
Þvílíkur léttir... prófið búið og aðeins ein ritgerð eftir :) Prófinu þykist ég hafa lokið nokkuð skammlítið þó auðvitað megi alltaf gera betur. Síðasta spurningin situr ennþá föst í mínum ruglingslega kolli, en hún hljóðaði þannig: "Er hægt að skrifa hlutlæga sagnfræði?" Ég vil meina að svo sé ekki. Hvernig sem sagnfræðingur reynir að vera algjörlega hlutlægur þá hlýtur huglægt mat hans að skína í gegn um texta sem hann skrifar frá eigin brjósti auk þess sem hann hlýtur að taka ósjálfráttt frekar eftir þeim heimildum sem styðja hans tilgátu eða kenningu og þ.a.l. nota þær frekar en aðrar við rannsóknir sínar. Þetta huglæga mat sagnfræðingsins þarf alls ekki að þýða lakari vinnubrögð svo lengi sem rannsóknir hans standast eðlilegar kröfur um sannleiksgildi. Sagnfræðingur og skáldsagnahöfundur þurfa báðir að vera gæddir miklum frásagnarhæfileikum, sá fyrrnefndi til að lýsa liðnum atburðum eins satt og rétt og hann getur vitað, en sá síðarnefndi til að lýsa tilbúnum atburðum.
Næsta mál er ritgerð um hjónabönd og barneignir formæðra og -feðra. Helsta heimildin verður Íslendingabók hin nýjasta. Virkilega spennandi ritgerðarefni, enda voru konur í gamla íslenska bændasamfélaginu miklar hetjur í mínum huga.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.