snípsíð pils og kettir í vaxmeðferð

Að sumra mati eru það fyrstu ellimerkin þegar maður er farinn að rífast hástöfum við sjónvarpið. Þá er ég líklega ekkert unglamb lengur þar sem ég tek reglulega rispur yfir hneykslanlegu sjónvarpsefni, hvort sem það eru fúlir sjálfstæðismenn eða klæðalitlar evrópskar söngkonur.

Hvað er þetta eiginlega með Eurovision? Af hverju geta kvenkyns keppendur ekki verið sómasamlega klæddir?? Er þessi keppni svo dýr að ekki er hægt að klæða keppendur betur en í snípsíð pils og einhverja smá dulu yfir geirvörturnar? Er þetta orðin keppni í fallegustu leggjunum? stysta pilsinu? "Það var sagt mér" að þetta hefði einu sinni verið söngvakeppni!!! Núna er svo komið fyrir þessari keppni að hljóðum sumra má líkja við "breimandi ketti í vaxmeðferð" svo notuð séu orð íslenska kynnisins.

En hvað um það.... Jóhanna stóð sig með prýði og þó að kjólnum hennar hafi verið líkt við ljósbláan bolluvönd þá fannst mér hann fallegur og fara henni ljómandi vel. Það besta er samt að stelpan er alveg hörkugóð söngkona og er það ekki einmitt það sem þessi keppni snýst um???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað segirðu, breimandi köttur í vaxi ? er það eurovision í hnotskurn ?

hehehe, þá held ég að það sé allt í lagi að sleppa því að fylgjast með...

Katrín Birna (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband