15.5.2009 | 09:50
Júróvísion í boði útrásarvíkinga
Aðeins meira um Júróvísíon. Ég viðurkenni þó ekki að ég sé forfallinn aðdáandi en fylgist að sjálfsögðu með henni, stundum til að hneysklast en stundum full hrifningar. Þannig voru geðsveiflur mínar í gærkvöldi þar sem við horfðum með athygli á ungverskan stuttpilnsaþyt, heillandi Hollendinga og allt þar á milli. Norski snillingurinn fannst mér þó bera höfuð og herðar yfir aðra keppendur og ekki laust við að þau norsku gen sem ég hlaut í föðurarf hafi aðeins látið á sé kræla. Ég skal hundur heita ef þessi drengur á ekki eftir að setja mark sitt á tónlistarsöguna... vona það a.m.k.
En fari nú svo að Noregur vinni ekki, heldur Ísland (það getur allt gerst) þá fer þjóðin trúlega endanlega á hausinn við að halda næstu keppni að ári. Væri þá ekki sjálfsagt mál að snúa upp á handleggi "útrásarvíkinganna" og láta þá borga fyrir keppnina úr eigin vasa? Þjóðin á það svo sannarlega inni hjá þeim. En vinningslíkurnar eru sennilega frekar Noregs megin heldur en Íslands í þetta skipti þannig að helvískir víkingarnir geta trúlega haldið áfram í sínum peningaleik enn um sinn.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.