19.5.2009 | 10:22
afrek og fleiri afrek
Þá er Júróvísion fjörinu lokið þetta árið og lögin fallin í gleymskunnar dá.... nema að sjálfsögðu norska fairy tale og íslenski sannleiksóðurinn :) Úrslitin sýndu þó svart á hvítu að það er eitthvað vitrænna en snípsíð pils og langir leggir sem telja þegar á hólminn er komið. Það gæti jafnvel verið að fallegar lagasmíðar og einlægur flutningur hafi eitthvað að segja eftir allt saman :) En helvískir útrásarvíkingarnir þurfa semsagt ekki að splæsa næstu keppni á íslensku þjóðina, það verður höfuðverkur Norðmanna að finna út úr því. Efast ekki um að þeir klára það með sóma, enda skilst mér að þeir séu "dannaðri" hluti Íslendinga. Voru það ekki óþægu Norðmennirnir sem flúðu kerfið og settust að á stórri eyju lengst úti í ballarhafi þar sem nú heitir Ísland? Það gæti skýrt sitthvað um hömluleysi okkar eyjaskeggjanna.
Með norska fiðlutóna á heilanum tókst mér að skrifa heila ritgerð um helgina. Með óhugnanlega löngum setum við tölvuna langt fram eftir nóttum, meiri kaffidrykkju en hraustustu sjómenn myndu þola og algjörri vanrækslu á heimilishaldinu þá skrifaði ég hátt í 4000 orð á tveimur dögum. Það hljóta að vera þokkaleg afköst, ekki síst þar sem heilabú mitt starfar alla jafna á hraða aldurhniginnar skjaldböku. Ritgerðin fór í tölvupósthólf kennarans rétt fyrir kl. 1 í gærkvöldi og þar með er vormisserinu lokið. Léttirinn er mikill, eiginlega svo mikill að ef ég drykki þá dytti ég í það! En í staðinn ætla ég að nota næstu daga til að sinna barni og búi og öðru sem ég hef gjörsamlega vanrækt undanfarið.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.