Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
9.5.2008 | 11:05
Nú er ég aldeilis hissa....
Í Mogganum í dag er birt niðurstaða "merkrar" rannsóknar sem bendir til að karlar taki sjaldnar frí úr vinnu vegna veikra barna heldur en konur. Kemur einhverjum þetta á óvart??? Jafnréttið nær bara ekki lengra en þetta. Af hverju látum við mæðurnar þetta viðgangast? Er þetta ekki mest okkur sjálfum að kenna? Sko, karlarnir taka ekkert upp á því einn góðan veðurdag að bjóðast til að vera heima hjá veikum börnum.
Ég er útivinnandi og í námi. Ég fæ mun hærri laun fyrir mína vinnu heldur en bóndi minn fyrir sína, samt er varla viðlit að biðja hann að vera heima þegar barnið veikist (sem gerist sem betur fer ekki oft). Ég held að sumir karlar skilji ekki hugtakið jafnrétti. Er ekki líka þeirra hagur að fá tíma með barninu sínu?
Á meðan staðan er svona þá er ekki hægt að tala um jafnrétti... þetta er hálfrétti! Þ.e. við sækjum grimmt inn á svið karlanna en þeir eru ekkert að koma á móts við okkur. Börnin og heimilið eru enn á okkar ábyrgð, en núna erum við líka orðnar fyrirvinnur. Ágætu mæður, við eigum skilið mikið hrós og margar fálkaorður fyrir þennan ótrúlega dugnað okkar.
Bloggar | Breytt 11.8.2008 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar