Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Tískuþrællinn

Fyrir skemmstu fjárfesti ég í forláta hlaupabuxum. Ósköp venjulegar að öllu leyti en samt á viðráðanlegu verði. Síðan þessi fjárútlát áttu sér stað hafa umræddar buxur veitt mér mikla vellíðan á skokktúrum mínum um skógarstígana, ekki aðeins vegna þess hve þægilegar þær eru heldur einnig (og ekki síður) vegna þeirrar notalegu tilfinningar að vera "eins og hinir". Það er nefnilega ósjaldan að maður mætir hlaupandi fólki í skóginum og undantekningarlítið er það í svipuðum buxum.

Það er semsagt kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir. Ég er þræll tískunnar, harðfullorðin kerlingin!


meira um krumlur sveitarfélagsins

Sumum sveitarfélögum er stjórnað af græðgi frjálshyggjunnar þó að tími hennar sé liðinn og fátt eftir af hennar blómaskeiði nema sviðin jörð og himinháar skuldir. Eitt þessara sveitarfélaga er Fljótsdalshérað sem að mínu mati og margra fleiri fór offari í því gullæði sem ríkti hér fyrir austan. Það var byggt og skipulagt og byggt meira og skipulagt meira eins og þenslan væri komin til að vera. Skýrslum um væntanlega íbúafjölgun sem ekki þóttu nógu hagstæðar var einfaldlega stungið undir stól. En allt tekur enda, nú er sveitarfélagið í djúpum sk... og þá er byrjað að skera niður hjá því hálaunafólki (lesist sem háð) sem vinnur á leikskólunum. Í mínum huga er starfsfólk á leikskólum hetjur. Þetta er fólkið sem elur upp börnin okkar alla virka daga.

Nú er verið að fækka starfsfólki á leikskólunum, hækka leikskólagjöldin, rukka fyrir aukakorter fyrir og eftir vistunartíma og fella niður álag starfsfólks í matartímum. Það er m.ö.o. verið að hækka gjald og skerða þjónustu. Þó ég sé bara fávís þjóðfræðingur, þá hljómar þetta dálítið öfugsnúið. Minnir jafnvel á maðkaða mjölið sem Danir seldu okkur fyrir okurverð á sínum tíma. Til að kóróna svo vitleysuna hefur sú frétt lekið um bæinn að sjálfur bæjarstjórinn hafi verið svo fórnfús að afþakka launahækkun á sama tíma. Er þetta virkilega réttlát stjórnun???

Hvað um það, ég er ánægð með leikskóla dótturinnar og borga leikskólagjöldin með þokkalega glöðu geði. En í staðinn vil ég að barnið mitt sé öruggt í leikskólanum og fái viðunandi þjónustu við kennslu og leiki í þroskandi umhverfi. Til þess að svo megi vera áfram þarf starfsfólkið að vera ánægt í sínu starfi til að sinna því af heilum hug.


Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband