11.8.2008 | 12:25
Nýútkomin bók
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 13:23
Persónulegt afrek
Í góða veðrinu undanfarið hef ég verið að reyna að taka mig á í útivistinni. Vantar þó oft göngufélaga til að rölta með um fjöll og firnindi, auglýsi hér með eftir einum slíkum. En í þessu átaki hef ég nokkrum sinnum hlaupið stóra hringinn í Selskógi sem er tæpir 4 km. kurli borinn stígur. Var í fystu mjög efins um eigið úthald og orku til slíkra stórræða... en viti menn, ég komst alla leið og hef endurtekið leikinn tvisvar sinnum síðan. Þetta er ótrúlega falleg leið og það er endurnærandi fyrir sál og líkama að rölta um skóginn, hlusta á fuglasönginn og árniðinn. Hvað er rómantík ef ekki það?
Þetta kennir manni að það getur borgað sig að ganga skrefi lengra en maður heldur að maður ráði við. Það er svo gott fyrir sjálfstraustið að finna að maður getur eitthvað sem maður hélt að væri aðeins á færi annarra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 10:24
Það sem bara kallar geta gert...
Ég átti mjög athyglisverðar samræður við dóttur mína, Evu Pálínu á leiðinni í leikskólann í morgun. Þegar hún horfði á eftir stóru systur sinni á leið í vinnuna fór litli spekingurinn að spá í tilgang vinnunnar. "Hvers vegna þurfa allir að vinna?" spurði hún af eðlislægri forvitni þriggja ára barns. Gamla mamman reyndi að útskýra á einfaldan hátt samhengi vinnu og peninga og ég held að spekingurinn hafi skilið það mæta vel því í beinu framhaldi af þessum pælingum var farið að spá í framtíðarstarf. Vinna í gróðurhúsi eins og pabbi, á bókasafni eins og mamma, vera bóndi eins og afi og amma? Þá segir þriggja ára spekúlantinn af fullri alvöru: "Bara kallar geta verið bóndar". Við frekari umræður fékk ég að vita það að bara kallar geta verið sjómenn og prestar og bara konur geta verið kennarar. Hinsvegar gæta bæði kallar og konur verið læknar.
Það var hugsandi mamma sem kvaddi litla spekinginn sinn í leikskólanum. Hvaðan hefur barnið þessar "jafnréttishugmyndir"? Jú, hún hefur sennilega bara séð karlmenn í hlutverki sjómanna eða presta og kennararnir í leikskólanum eru eingöngu konur. En hún var alveg með það á hreinu að bara afi er bóndi, amma er bóndakona. Afi á svínin en amma á hænurnar. Athyglisvert þar sem sú stutta hefur oft verið með ömmu sinni í svínahúsinu og sér hana taka þátt í bústörfunum ekkert síður en afann.
Ég er hér með hætt að kalla mig feminista þó að ég voni að jafnréttisskoðanir dótturinnar eigi eftir að breytast með tímanum. Kynin eru svo gjörólík frá fæðingu, stelpur eiga að fá að vera stelpur og strákar eiga að fá að vera strákar. Að sjálfsögðu eiga svo þau störf sem þau velja sér í framtíðinni að vera metin á jafnréttisgrundvelli en ekki út frá kyni. Þess vegna segi ég enn og aftur, kennarar eiga að vera hálaunafólk... og hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 11:46
Austur og vestur
Það eru heldur slæmar fréttir af Vestfirðingum þessa dagana og hættulegum áhuga þeirra á olíuhreinsunarstöð. Ég vona bara þeirra sjálfra vegna að ekkert verði úr þeim framkvæmdum. Ekki það að mér sé illa við Vestfirðinga, heldur finnst mér svo margt líkt með "vælinu" í þeim og með vælinu í Austfirðingum hér á árum áður. Stóriðja átti að bjarga Austfjörðum. Nú er álverið risið, hálendið komið undir vatn og allt er svo ægilega gaman... eða hvað? Í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi var fjallað um eina mannlega hlið framkvæmdanna, hjónaskilnuðum á Austurlandi hefur nefnilega fjölgað óheyrilega mikið. Þessi athyglisverða frétt staðfesti í rauninni það sem ég hef lengi haldið fram, að fólkið hefur gleymst. Gullgrafaraæðið og aurahyggjan hefur verið þvílík að það hefur gleymst að hugsa fyrir fólkinu sjálfu og hvernig því líður að búa á Austurlandi. Ég stend á því fastar en fótunum að stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi hafi verið of stór biti fyrir fámenn byggðalög. Þess vegna vona ég að Vestfirðingar finni sér eitthvað annað að gera en hugsa um olíuhreinsunarstöð. Hvað með einstaklingsframtakið? Væri ekki gæfulegra að efla vestfirsk smáfyrirtæki? Leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra? Ég þykist vita að Vestfirðingar séu duglegt fólk sem er fullt af hugmyndum. Mér finnst því illt ef þeir ætla að falla í sömu gryfju skammsýnnar aurahyggju og Austfirðingar.
Ég vil annars taka það fram að það er fínt að búa á Egilsstöðum, en það er ekki stóriðjuframkvæmdum að þakka, heldur staðháttum og veðurfari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 11:05
Nú er ég aldeilis hissa....
Í Mogganum í dag er birt niðurstaða "merkrar" rannsóknar sem bendir til að karlar taki sjaldnar frí úr vinnu vegna veikra barna heldur en konur. Kemur einhverjum þetta á óvart??? Jafnréttið nær bara ekki lengra en þetta. Af hverju látum við mæðurnar þetta viðgangast? Er þetta ekki mest okkur sjálfum að kenna? Sko, karlarnir taka ekkert upp á því einn góðan veðurdag að bjóðast til að vera heima hjá veikum börnum.
Ég er útivinnandi og í námi. Ég fæ mun hærri laun fyrir mína vinnu heldur en bóndi minn fyrir sína, samt er varla viðlit að biðja hann að vera heima þegar barnið veikist (sem gerist sem betur fer ekki oft). Ég held að sumir karlar skilji ekki hugtakið jafnrétti. Er ekki líka þeirra hagur að fá tíma með barninu sínu?
Á meðan staðan er svona þá er ekki hægt að tala um jafnrétti... þetta er hálfrétti! Þ.e. við sækjum grimmt inn á svið karlanna en þeir eru ekkert að koma á móts við okkur. Börnin og heimilið eru enn á okkar ábyrgð, en núna erum við líka orðnar fyrirvinnur. Ágætu mæður, við eigum skilið mikið hrós og margar fálkaorður fyrir þennan ótrúlega dugnað okkar.
Bloggar | Breytt 11.8.2008 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 12:51
Agnarsmá brot
Ég var að glugga í nýútkomna ljóðabók með ljóðum eftir Ólaf Ragnarsson. Þessi bók er hrein snilld. Fyrir utan að vera virkilega falleg og smekklega unnin eru ljóðin ótrúlega falleg. Þau eru svo full af tilfinningu og þroska. Mæli sérstaklega með ljóðinu Hugarhiminn. Þetta er bók sem enginn alvöru ljóðaunnandi má láta framhjá sér fara.
Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá þekkti ég höfundinn ekki persónulega og ég er ekki á prósentu hjá útgáfufyrirtækinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar