"Númer 12 í röðinni"

Geta sum fyrirtæki verið of stór? Mér finnst a.m.k. betra að skipta við smærri fyrirtæki eða stofnanir sem veita persónulegri þjónustu. Fyrir skemmstu þurfti ég að hringja í þjónustuver Símans... veldu 1 fyrir þetta, 2 fyrir hitt osfrv. og loksins þegar ég hafði valið langa talnarunu eftir tilsögn vélmennis kom annað vélmenni sem sagði "Þú ert númer 12 í röðinni". Þá lagði ég á og er ekki ennþá búin að reyna aftur að ná sambandi við alvöru manneskju hjá þessu risavaxna fyrirtæki.

En að frátöldu þessu smávægilega ergelsi er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín og mórautt Lagarfljótið speglar Fellin svo unun er á að horfa. Ég efast um að nokkur hafi betra útsýni úr vinnunni sinni heldur en ég úr litlu bókaverjukompunni í ME. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband