Nútímakonan

Þá er afstaðin ein annasamasta vika örþreyttrar nútímakonu í langan tíma. Undanfarnir dagar hafa einkennst af afmælisstandi, skólabyrjun og ritgerðarvinnu auk alls annars. Stelpuafmælið á miðvikudag fór vel fram að öllu leyti, enda var samankomið í Hléskógunum úrval ungra öndvegiskvenna sem án efa eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Það samkvæmi er komið á spjöld sögunnar sem "the pink show" vegna ráðandi litar í fatavali veislugesta. Það sló reyndar smá óhug að móðurinni þegar afmælisbarnið fór að tala um að bjóða líka strákunum í fimm ára afmælið sitt eftir ár. Ekki víst að það verði eins bleikt :) Afmælinu lauk svo formlega á laugardag með heimsókn ættingja sem búsettir eru hér á Héraði. Það samkvæmi fór líka friðsamlega fram þó afmælisbörnin væru tvö, því auk Evu Pálínu átti Svavar Páll afmæli í vikunni.

Ég náði þó að skreppa til Reykjavíkur á fimmtudeginum. Tel mig heppna með þann dag því daginn eftir lá allt innanlandsflug niðri vegna veðurs. Þessi ferð var annars kærkomin afslöppunarferð og það var ósköp ljúft að koma aftur í skólann þó að það væri í mýflugumynd. Við Halldór kennari áttum langan og góðan fund. Hann er mjög sáttur við það sem komið er og er óþreytandi við að hvetja mig áfram þegar allt virðist komið í hnút. Held að ég hefði ekki getað fengið betri leiðbeinanda :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

slökunarferð til Reykjavíkur ? þú ?

jahá, allt getur nú gerst...

varðandi skjölin, væntu bænasvars.

kv. Katrín

Katrín Birna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Hulda Sigurdís

Slökunarferð til Reykjavíkur hljómar öfugsnúið, en svona er það nú samt. Held áfram að biðja. Það myndi örugglega ekki saka ef fleiri tækju undir bænakvakið

Hulda Sigurdís, 2.9.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband