framsóknarsteypan

Það á ekki af framsóknarmönnum að ganga þessa dagana þegar tveir mestu málsvarar hans eru horfnir af þingi. Hvernig væri nú að ríkisstjórnin færi að fordæmi þeirra sunnlensku framsóknarmanna og segði af sér? Nei, það hvarflar ekki að þessum háttvirtu ráðherrum sem halda áfram að draga okkur á asnaeyrunum. En til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki framsóknarmaður. Það er hinsvegar missir að þessum tveimur heiðursmönnum af þingi.

Áfram með framsóknarmenn... það var hreint ótrúlegt að heyra í Valgerði í Kastljósinu í gærkvöldi. Hún ber sko enga ábyrgð á sölu bankanna þó að hún hafi verið ráðherra bankamála þegar þeir voru seldir. Fyrir hvað fá ráðherrar laun ef þeir bera enga ábyrgð í starfi sínu? Í staðinn minnti hún á það roggin á svip að hún hefði nú verið iðnaðarráðherra líka og bjóst örugglega við húrrahrópum vegna álvers og virkjunarframkvæmda hér eystra. Veit konan um ÖLL áhrifin sem þetta álæði hefur haft hér á Austurlandi? Veit hún um könnunina sem Háskólinn á Akureyri gerði um væntanlega fjölgun íbúa og var stungið undir stól af því hún var ekki nógu hagstæð stjórnvöldum? Veit hún hvaða áhrif þetta hefur haft á mannlífið? Nei, auðvitað ekki. Þau áhrif eru ekki nógu hagstæð. Í þessu gullgrafaraæði gleymdist nefnilega að hugsa um fólkið. Áherslan var öll á það að sýna hversu stórkostlegar framkvæmdir þetta væru og önnur eins uppbygging hefði aldrei átt sér stað.

Annað viðtal í Kastljósi gladdi mig hinsvegar mikið. Það var þegar Steingrímur J. sagði frá þeirri vinnu sem verið er að vinna hjá VG við kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Hann útilokar ekkert í þeim efnum en tekur engar fljótfærnisákvarðanir. Það er einmitt það sem stjórnvöld þurfa að gera. Engar skyndiákvarðanir sem markast af eiginhagsmunum og græðgi, heldur skoða málin frá öllum hliðum og taka svo ákvörðun með hagsmuni allrar þjóðarinnar í huga. Þarf nokkuð að taka fram hver er mitt átrúnaðargoð í þingsalnum? :)

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hjúkk, ég var í alvörunni farin að hafa áhyggjur af þinni pólitísku heilsu...

Katrín Birna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Hulda Sigurdís

hahaha...það er allt í góðu lagi með mína pólitísku heilsu. Mér finnst bara eftirsjá í þessu litríku mönnum Bjarna og Guðna. Hefur ekkert með þeirra flokk að gera.

Hulda Sigurdís, 19.11.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband