24.3.2009 | 11:49
íhaldsbelgir og öskubuskur
"Ekki gera ekki neitt" er titill á greinarkorni eftir íhaldsdrenginn Sigurð Kára í Mogganum í dag. Stráksi bara kominn í kosningaham. Hvað hafa sjálfstæðismenn gert annað en einmitt ekki neitt? Þá er bara verið að meina undanfarna mánuði. Fyrir þann tíma voru þeir í óða önn að græða peninga fyrir sig og vini sína með heiðarlegum eða óheiðarlegum hætti og allir vita hvernig sú yfirgengilega græðgisstefna leiddi þjóðina. Förum ekki nánar út í þá viðbjóðslegu sálma.
Í fréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi var voða jákvæð frétt um að sjálfstæðismenn og hirðfífl þeirra í framsókn vildu fella niður hluta af skuldum einstaklinga. Frábært.... á ekki bara að kjósa þá??? Nei ekki aldeilis! Því í fréttinni kom líka fram að þessi niðurfelling ætti aðeins við um þá örfáu sem hafa steypt sér í botnlaust skuldafen, með milljarð eða meira á bakinu. Við, hinir vesalingarnir sitjum uppi með okkar skuldir plús þrjúhundruð þúsund í viðbót vegna þessara niðurfellinga! Er þetta réttlæti? En hverjir eru svo galnir að stunda svona fjárglæfrastarfsemi aðrir en einmitt sjálfstæðismenn? Ríku uppabörnin í Garðabæ sem þurftu svo stór og falleg hús til að líta vel út... æi á maður að fara að vorkenna þeim? Held ekki, þetta er einmitt fólkið sem naut "góðærisins", þetta er fólkið sem var í partíinu! Af hverju á það ekki að borga fyrir herlegheitin? Það er ekkert sanngjarnt að við, sem erum fengin til að þrífa eftir partíið, skulum þurfa að borga fyrir sukk gráðugra íhaldsbelgja! Annars hef ég um nóg annað að hugsa en vera að ergja mig yfir pólitíkinni - finnst þetta bara svo yfirgengilegt óréttlæti að það hreinlega rýkur úr eyrunum á mér! Nú er gott að rifja upp ævintýri eins og Öskubusku þar sem réttlætið sigraði að lokum. Vonandi mun það líka gerast í raunveruleikanum. Og það myndi ekki saka ef prinsinn birtist líka :)
Nóg um það, ég náði að skila þriðju lestrarskýrslu í ástarnámskeiðinu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Þá er aðeins ein lestrarskýrsla og tvær stærri ritgerðir eftir. Næsta mál á dagskrá er líklega ritgerð um sjálfsævisögur sem sagnfræðilegar heimildir. Virkilega spennandi efni. Er enn að spá í efni fyrir hina ritgerðina. Það er svo margt sem mig langar til að taka fyrir að mér fallast gjörsamlega hendur. Ómagar eru reyndar mitt helsta áhugamál, þannig að eitthvað þeim tengt kæmi sterklega til greina.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
en hvað með ástir ómaga ? og slá a.m.k. 2 flugur í tiltölulega fáum höggum ?
nú eða eins og þú talar um, hvernig íslendingar fara að því að búa til ómaga núna árið 2009 þ.e. með skuldasöfnun, visa-fylleríi og ábyrgðarleysi ? er ekki hægt að búa til nútímalega sagnfræðiritgerð ?
Katrín Birna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:46
Jú góðar hugmyndir... sameina þær og fjalla um ástir nútímaómaga. Gæti hugsanlega fléttað hana saman við ritgerðina um sjálfsævisögur og byggt þær báðar á staðreyndum úr lífi höfundar sem einmitt er næstum því ástfanginn nútímaómagi
Hulda Sigurdís, 27.3.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.