krumlur sveitarfélagsins

Enn er seilst í vasa þeirra sem síst mega við nokkurri kjaraskerðingu og nú er það sveitarfélagið sem þykist ætla að ná sér í afréttara eftir góðærisfylliríið í vasa foreldra leikskólabarna. Eftir sumarlokun leikskólanna mun gjaldskráin hækka um 7%. Hækkunin dugar skammt í skuldafen sveitarfélagsins en getur reynst foreldrum erfið. Fyrir venjulegt launafólk sem gerir ekki meira en komast af á milli mánaðamóta getur hækkun sem þessi orðið banabiti, endarnir ná ekki lengur saman. Hvað gerist þá? Jú, sem einstæð móðir á ég rétt á fjárhagsaðstoð hjá mínu sveitarfélagi. Til þessa hef ég ekki þurft á slíkri aðstoð að halda en það gæti farið svo að ég þyrfti að kyngja stoltinu og fara bónleið upp á bæjarskrifstofur. Og ég er ekkert einsdæmi, það eru fleiri foreldrar sem eru í sömu sporum. Þess vegna spyr ég... hvað þarf marga þurfalinga eða sveitarómaga til að éta upp þær krónur sem sveitarfélagið fær við hækkun leikskólagjalda?

Og ég spyr enn og aftur... hvers vegna skyldum við, sauðsvartur almúginn, borga fyrir partí sukkaranna???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband