hinir djúpu vasar og hjáleiga Hannesar

Hve lengi er hćgt ađ seilast í vasa venjulegs launafólks? Af hverju eru ţessir (afsakiđ orđbragđiđ) andsk. helv. djö. útrásardrengir og bankamenn svona heilagir? Í morgunfréttum útvarps var sagt frá ţeirri hugmynd Félagsmálaráđuneytisins ađ skerđa fćđingarorlof og taka aftur upp tekjutengingu örorkubóta. Í stađ ţess ađ leita ţangađ sem peningarnir eru ţá á ađ halda áfram ađ níđast á smćlingjum ţjóđfélagsins, öryrkjum og ungu fólki sem "lendir í ţví" ađ eignast börn. Á sama tíma er Hannes Smárason ađ reyna ađ selja hjáleigu sína í London fyrir einn og hálfan milljarđ!!! Hvers vegna gerir ríkiđ ţessa hjáleigu ekki upptćka? Ţó ekki fengist nema milljarđur fyrir kotiđ ţá vćri ţađ ţó smávegis í botnlaust skuldafeniđ sem m.a. umrćddur Hannes kom ţjóđinni í. En hjáleiga upp á einn og hálfan milljarđ vekur óneitanlega upp spurningar um verđmćti sjálfs höfuđbólsins. 

Nóg af ergelsi í bili. Ég er nćstum hálfkomin í sumarfrí. Rétt ađeins kíki viđ á bókasafninu stöku sinnum en sit sem fastast á skjalasafninu. Ţetta lúxuslíf hefur gefiđ mér kost á ţví ađ dusta rykiđ af BA ritgerđinni. Og svei mér ţá, ég held ađ ţađ sé ađ koma smá mynd á herlegheitin. Efni hennar, fátćkraframfćrsla á Austurlandi á síđari hluta 19. aldar, á kannski sérstaklega vel viđ á ţessum síđustu og verstu. Hver veit nema viđ smćlingjarnir verđum bođnir upp og metnir til fiska eins og tíđkađist fyrir rúmri öld? Ţađ stefnir margt í ţá áttina nema viđ verđum sennilega metin í Evrum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband