1.9.2008 | 12:24
Nútímakonan
Þá er afstaðin ein annasamasta vika örþreyttrar nútímakonu í langan tíma. Undanfarnir dagar hafa einkennst af afmælisstandi, skólabyrjun og ritgerðarvinnu auk alls annars. Stelpuafmælið á miðvikudag fór vel fram að öllu leyti, enda var samankomið í Hléskógunum úrval ungra öndvegiskvenna sem án efa eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Það samkvæmi er komið á spjöld sögunnar sem "the pink show" vegna ráðandi litar í fatavali veislugesta. Það sló reyndar smá óhug að móðurinni þegar afmælisbarnið fór að tala um að bjóða líka strákunum í fimm ára afmælið sitt eftir ár. Ekki víst að það verði eins bleikt :) Afmælinu lauk svo formlega á laugardag með heimsókn ættingja sem búsettir eru hér á Héraði. Það samkvæmi fór líka friðsamlega fram þó afmælisbörnin væru tvö, því auk Evu Pálínu átti Svavar Páll afmæli í vikunni.
Ég náði þó að skreppa til Reykjavíkur á fimmtudeginum. Tel mig heppna með þann dag því daginn eftir lá allt innanlandsflug niðri vegna veðurs. Þessi ferð var annars kærkomin afslöppunarferð og það var ósköp ljúft að koma aftur í skólann þó að það væri í mýflugumynd. Við Halldór kennari áttum langan og góðan fund. Hann er mjög sáttur við það sem komið er og er óþreytandi við að hvetja mig áfram þegar allt virðist komið í hnút. Held að ég hefði ekki getað fengið betri leiðbeinanda :)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
slökunarferð til Reykjavíkur ? þú ?
jahá, allt getur nú gerst...
varðandi skjölin, væntu bænasvars.
kv. Katrín
Katrín Birna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:15
Slökunarferð til Reykjavíkur hljómar öfugsnúið, en svona er það nú samt. Held áfram að biðja. Það myndi örugglega ekki saka ef fleiri tækju undir bænakvakið
Hulda Sigurdís, 2.9.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.