Féđ í landinu

Ţessi frétt olli mér gífurlegum vonbrigđum. Ég sá í hillingum ćsispennandi fjársjóđsleit á landareignum útrásarvíkinga og bankamanna. En ţeir hafa varla grafiđ góssiđ í jörđ úti í sveit. Sennilega vćri nćr ađ fara í ţannig fjársjóđsleit á einhverjum Kyrrahafseyjum. En ţađ sakar varla ađ gera leit á landareignum ţeirra í von um ađ finna öđruvísi fé en ferfćtt me-dýr. Eđa eru blessuđ me-dýrin kannski eina féđ sem eftir er í landinu?

 Fé finnst í landi KaupţingsmannaSíđastliđinn mánudag heimtust kindur frá bćnum Álftártungu á Mýrum sem ekki hafa komiđ á hús síđan voriđ 2005 ţegar fćr voru lömb. Ţađ ţykir teljast til undantekninga ađ kindur komi ekki í hús svo lengi. Fréttamiđillinn Skessuhorn segir frá málinu í dag en ţar segir ađ líta beri á ađ kindurnar héldu sig til á jörđ sem eignamenn úr Reykjavík eiga og ţar sé sjaldan smalađ og nánast enginn umgangur.

Kindurnar höfđu haldiđ til í landi Hvítsstađa í nágrenni Urriđaár en jörđin er í eigu manna sem tengdust Kaupţingi og má ţar nefna Hreiđar Már Sigurđsson fyrrum forstjóra Kaupţings.

Í frétt Skessuhorns segir ađ kindurnar hafi greinilega haldiđ til saman en án hrúts og hafa ţví vćntanlega ekki boriđ lömbum öll ţessi ár. Ţá segir ađ ţetta hafi ţví ekki veriđ sérlega arđbćr geymsla á fé í vörslu Kaupţings síđastliđin ár.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Hulda Sigurdís
Hulda Sigurdís
Höfundur er þjóðfræðingur, sagnfræðingur, bókavörður, húsmóðir, sveitastelpa og margt fleira. Fædd og uppalin á Hornafirði, en hef verið búsett á Egilsstöðum síðan 2003. Á eina átta ára dóttur sem heitir Eva Pálína.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband