Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009
15.6.2009 | 11:26
krumlur sveitarfélagsins
Enn er seilst í vasa ţeirra sem síst mega viđ nokkurri kjaraskerđingu og nú er ţađ sveitarfélagiđ sem ţykist ćtla ađ ná sér í afréttara eftir góđćrisfylliríiđ í vasa foreldra leikskólabarna. Eftir sumarlokun leikskólanna mun gjaldskráin hćkka um 7%. Hćkkunin dugar skammt í skuldafen sveitarfélagsins en getur reynst foreldrum erfiđ. Fyrir venjulegt launafólk sem gerir ekki meira en komast af á milli mánađamóta getur hćkkun sem ţessi orđiđ banabiti, endarnir ná ekki lengur saman. Hvađ gerist ţá? Jú, sem einstćđ móđir á ég rétt á fjárhagsađstođ hjá mínu sveitarfélagi. Til ţessa hef ég ekki ţurft á slíkri ađstođ ađ halda en ţađ gćti fariđ svo ađ ég ţyrfti ađ kyngja stoltinu og fara bónleiđ upp á bćjarskrifstofur. Og ég er ekkert einsdćmi, ţađ eru fleiri foreldrar sem eru í sömu sporum. Ţess vegna spyr ég... hvađ ţarf marga ţurfalinga eđa sveitarómaga til ađ éta upp ţćr krónur sem sveitarfélagiđ fćr viđ hćkkun leikskólagjalda?
Og ég spyr enn og aftur... hvers vegna skyldum viđ, sauđsvartur almúginn, borga fyrir partí sukkaranna???
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 09:42
hinir djúpu vasar og hjáleiga Hannesar
Hve lengi er hćgt ađ seilast í vasa venjulegs launafólks? Af hverju eru ţessir (afsakiđ orđbragđiđ) andsk. helv. djö. útrásardrengir og bankamenn svona heilagir? Í morgunfréttum útvarps var sagt frá ţeirri hugmynd Félagsmálaráđuneytisins ađ skerđa fćđingarorlof og taka aftur upp tekjutengingu örorkubóta. Í stađ ţess ađ leita ţangađ sem peningarnir eru ţá á ađ halda áfram ađ níđast á smćlingjum ţjóđfélagsins, öryrkjum og ungu fólki sem "lendir í ţví" ađ eignast börn. Á sama tíma er Hannes Smárason ađ reyna ađ selja hjáleigu sína í London fyrir einn og hálfan milljarđ!!! Hvers vegna gerir ríkiđ ţessa hjáleigu ekki upptćka? Ţó ekki fengist nema milljarđur fyrir kotiđ ţá vćri ţađ ţó smávegis í botnlaust skuldafeniđ sem m.a. umrćddur Hannes kom ţjóđinni í. En hjáleiga upp á einn og hálfan milljarđ vekur óneitanlega upp spurningar um verđmćti sjálfs höfuđbólsins.
Nóg af ergelsi í bili. Ég er nćstum hálfkomin í sumarfrí. Rétt ađeins kíki viđ á bókasafninu stöku sinnum en sit sem fastast á skjalasafninu. Ţetta lúxuslíf hefur gefiđ mér kost á ţví ađ dusta rykiđ af BA ritgerđinni. Og svei mér ţá, ég held ađ ţađ sé ađ koma smá mynd á herlegheitin. Efni hennar, fátćkraframfćrsla á Austurlandi á síđari hluta 19. aldar, á kannski sérstaklega vel viđ á ţessum síđustu og verstu. Hver veit nema viđ smćlingjarnir verđum bođnir upp og metnir til fiska eins og tíđkađist fyrir rúmri öld? Ţađ stefnir margt í ţá áttina nema viđ verđum sennilega metin í Evrum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 12:53
Féđ í landinu
Ţessi frétt olli mér gífurlegum vonbrigđum. Ég sá í hillingum ćsispennandi fjársjóđsleit á landareignum útrásarvíkinga og bankamanna. En ţeir hafa varla grafiđ góssiđ í jörđ úti í sveit. Sennilega vćri nćr ađ fara í ţannig fjársjóđsleit á einhverjum Kyrrahafseyjum. En ţađ sakar varla ađ gera leit á landareignum ţeirra í von um ađ finna öđruvísi fé en ferfćtt me-dýr. Eđa eru blessuđ me-dýrin kannski eina féđ sem eftir er í landinu?
Fé finnst í landi KaupţingsmannaSíđastliđinn mánudag heimtust kindur frá bćnum Álftártungu á Mýrum sem ekki hafa komiđ á hús síđan voriđ 2005 ţegar fćr voru lömb. Ţađ ţykir teljast til undantekninga ađ kindur komi ekki í hús svo lengi. Fréttamiđillinn Skessuhorn segir frá málinu í dag en ţar segir ađ líta beri á ađ kindurnar héldu sig til á jörđ sem eignamenn úr Reykjavík eiga og ţar sé sjaldan smalađ og nánast enginn umgangur.Kindurnar höfđu haldiđ til í landi Hvítsstađa í nágrenni Urriđaár en jörđin er í eigu manna sem tengdust Kaupţingi og má ţar nefna Hreiđar Már Sigurđsson fyrrum forstjóra Kaupţings.
Í frétt Skessuhorns segir ađ kindurnar hafi greinilega haldiđ til saman en án hrúts og hafa ţví vćntanlega ekki boriđ lömbum öll ţessi ár. Ţá segir ađ ţetta hafi ţví ekki veriđ sérlega arđbćr geymsla á fé í vörslu Kaupţings síđastliđin ár.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar